Í kjölfar eldgosanna 1996 og 1998 jókst jarðhiti á og við Grímsfjall. Það hafa myndiast varasamir sigkatlar á leiðinni sem almennt var farin á Grímsfjall fyrir umbrotin.
Hér er slóð frá Vatnsfelli á Grímsfjall, sem farin var um páska vorið 2000. Þessir punktar voru í lagi þá.
Hér er slóð sem Arnór Árnason fór um páska 2001.
Athugið að Einar Hrafnkell notar Hjörsey 1955 sem viðmiðun en ég nota WGS-84. WGS-84 er réttari og verður notuð á þeim kortum sem Landmælingar Íslands gefa út framvegis, en Hjörsey 1955 var notuð m.a. á kortum í mælikvaða 1:50000 sem gefin voru út um og fyrir 1990. Þetta getur munað 50 til 100 metrum. Það er sambærileg skekkja og var vegna ruglunar á GPS merkinu sem hætt var í byrjun maí 2000.