Breytt áætlun. Hópaskifting
Fyrirhugað er að fara dagsferð á Langjökul laugardaginn 26 janúar n.k. Hér er ný ferðaáætlun:Safnast verður saman við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum klukkan 9 á laugardagmorgun. Þaðan verður ekið eftir Kaldadal og upp að Langjökli í Þjófakrók. Ekið veður upp á jökulinn, að Þursaborg ef færð og veður eru hagstæð.
Áformað er að fara sömu leið til baka niður af jöklinum og í Húsafell, þaðan eftir þjóðvegi til Reykjavíkur.
Það er EKKI hægt að kaupa eldsneyti né neitt annað á Þingvöllum.
Þeir sem hafa áhuga á þáttöku senda tölvupóst til eik@klaki.net, fyrir klukkan 18:00 á fimmtudag. Þar sem búast má við frekar þungu færi á jöklinum þarf dekkjastærð að vera í samræmi við þyngd bíls. Ef búnaður er fullnæjandi, og það er pláss í ferðinni sendi ég staðfestingu, í síðasta lagi fyrir hádegi á föstudag.
Þer sem ekki eru búnir að skrá sig á póstlistann þurfa að gera það áður en þeir skrá sig í ferðina.
Menn eru beðnir um að athuga tölvupóst og vefsíðuna eftir hádegi á föstudag vegna hugsanlegra breytinga á ferðaáætlun.