4x4_logo
Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4

Tilkynning frá Þjóðgarðinum Snæfellsjökull

Jöklafarar á Snæfellsjökul!
Til göngu-, skíða-, sleða- og jeppamanna.

Snæfellsjökull seiðir margt útivistarfólk til sín. Til þess að allir geti notið þess að vera á jöklinum er nauðsynlegt að sýna tillitssemi og ábyrgð í umgengni þar, eins og annars staðar. Með því er hægt að koma í veg fyrir slys.

Ferðaþjónustan Snjófell á Arnarstapa er með ferðir á jökulinn og hefur troðið þar braut. Jeppamenn eru vinsamlegast beðnir um að fara ekki í brautina en halda sig frekar í nágrenni hennar, norðan við brautina. Munum að djúp för eru slysagildra, bæði fyrir sleða- og skíðamenn.

Allir þeir sem hyggjast fara á jökulinn eru hvattir til að afla sér upplýsinga staðkunnugra áður en haldið er upp.

Góða ferð á Jökulinn.
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull.