40. gr.
Nú liggur vegur, stígur eða götutroðningur yfir land manns og telst
eigi til neins vegflokks og er landeiganda þá heimilt að gera girðingu yfir
þann veg með hliði á veginum en eigi má hann læsa hliðinu né með öðru móti
hindra umferð um þann veg nema sveitarstjórn leyfi.
Ákvörðun sveitarstjórnar skv. 1. mgr. má leggja undir úrskurð vegamálastjóra.
Hugtakið vegur er skilgreint í annari grein umferðarlaga:
Vegur, gata, götuslóði, stígur, húsasund, brú, torg, bifreiðastæði eða þess háttar, sem notað er til almennrar umferðar.
Náttúruverndarlög fjalla um að ferðarétt almennings og akstur utan vega.
Nánari ákvæði um takmarkanir á umferð eru í reglugerð (pdf)
Upplýsingar um akstur á Snæfellsjökli.
Auglýsing og kort af friðlandi á Hornströndum.
Auglýsing um friðland i Þjórsárverum
Reglugerð um þjóðgarð í Skaftafelli og breytingar. Hnit endapunkta bannsvæðis á Skeiðarárjökli eru 64°10.617°N 017°18.853V og 64°07.468N 017°07.613V. Tímabundið akstursbann á Öræfajökli er sunnan 64°01 N.
Nýlegar reglugerðir gefa staðsetningar í rétthyrndu Lambert hnitakerfi samkvæmt Ísn93. Á vef Landmælinga Íslands er forrit sem nota má til að breyta milli Lambert hnita og lengdar og breiddar samkvæmt Ísn93. Munur á lengd og breidd samkvæmt Ísn93 og WGS-84 er óverulegur (innan við meter).
Í Vatnalögum er m.a. fjallað um aðgengi að ám og vötnum. Sjá t.d 11. grein og grein115.
Reglur sem gilda á skíðasvæðum. og um fólkvang í Bláfjöllum.