Hér eru GPS gögn um leiðir að Setrinu og yfir Hofsjökul:
-
Punktar frá Sóleyjarhöfðavaði um Blautukvíslaraura í
Setrið og upp á hábungu Hofsjökuls og þaðan niður Þjórsárjökul. Leiðin um
Blautukvíslareyrar er ekki mikið prófuð. Leiðir á
Hofsjökli voru að mestu farnar í september 1995. Þá var gangur í suðurhluta
Þjórsárjökuls og stórar sprungur þar. Hnit miðast við WGS-84.
-
Punktar frá Jóni Snæland frá Kvíslaveiturvegi yfir Sóleyjarhöfðavað í Setrið,
Word skjal, Navtrek skrá og texta skrá. Í bók Jóns, Ekið um Óbyggðir eru
lýsingar með GPS puntum fyrir allar fjölförnustu leiðir um hálendi Íslands.
-
Ferill úr ferð 18-19 janúar 2003 í Setrið um Kjalveg og upp
Blautukvíslarjökul, aftur í Setrið, að Anarfelli um Nautöldu og á
Kvíslaveituveg. Gögn vantar milli Kjalvegar og Setursins. Navtrek og texti.
-
Ferill frá Sultartangavirkun um Gljúfurleit í Setrið, frá landsfundi 4x4 í október 2003.
Fylgir vegi að mestu nema næst Setrinu.
Navtrek og texti.
Yfirlitskort, stækka ef smellt er á þau:
Viðtal á
mbl.is um slys 25/2 2006. Almennt um
sprungur á Hofsjökli.