4x4_logo
Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4

Baggaferð 2002

Hér eru nokkrar myndir úr ferð sem farin var í samvinnu við Landgræðslu ríkisins og Náttúruvernd ríkisins helgina 26-27 október 2002. Frétt um ferðina er á vef Landgræðslunnar.

Tilkynningin

Um næstu helgi, 26-27 október, verður farin ferð á vegum Umhverfisnefndar 4x4 og Landgræðslunnar um Fjallabak. Tilgangur ferðarinnar er m.a. að kanna árangur af fyrri ferðum um svæðið og hvar helst er þörf aðgerða til að forða náttúruspjöllum. Guðjón Magnússon kynningarfulltrúi landgræðslunnar fer með okkur.

Stefnt er að því að þátttakendur hittist við Select á Vesturlandsvegi klukkan 9:00 að morgni laugardags, og að farin verð Dómadalsleið (Fjallabaksleið Nyrðri), í Hrafntinnusker, og gist í Hvanngili. Þar verður grillað í boði klúbbsins. Á sunnudeginum verður ekið um Mælifellsand, þeir sem vilja fá smá göngutúr, geta farið í Strútslaug. Þaðan má fara Öldufellsleið og koma á hringveginn fyrir sunnan Hrífunes. Þessi áætlun verður endurskoðuð ef þurfa þykir, í samræmi við færð og veðurhorfur. Verði ófært yfir Markarfljót við Laufafell, munum við gista í Hrafntinnuskeri.

Það lítur út fyrir svipað veður og verið hefur undanfarna daga, norðaustan átt, frost og hugsanlega él.

Gott er að þeir sem eiga vöðlur og góða járnkarla, taki slíkt með, því búast má við því að það þurfi að brjóta ís á eitt hverjum ám á leiðinni.

Hægt verður að fræðast frekar um ferðina í Opnu húsi í Mörkinni næst komandi fimmtudagskvöld, og á vefsíðum klúbbsins og umhverfisnefndar. Þeir sem ætla að koma með, þurfa að tilkynna þátttöku til einhvers úr umhverfisnefndinni í síðasta lagi í opnu húsi fimmtudaginn 24 október, t.d. með tölvupósti til eik@klaki.net eða í síma 690-3307.

Skálagjöld í skálum Ferðafélags Íslands í Hvanngili og Hrafntinnuskeri eru 1000 krónur nóttin fyrir félaga í Ferðafélaginu, 1500 kr. fyrir aðra. Menn þurfa að koma með reiðufé fyrir skálagjöldum.